100 áhrifamestu einstaklingar heims

Barack Obama Bandaríkjaforseti, Xi Jinping varaforseti Kína, Katrín hertogaynja af Cambridge og söngkonan Adele eru öll á nýjum lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í heimi árið 2012.

Þetta er níunda árið í röð sem Time tímaritið tekur saman lista yfir það fólk sem ritstjórnin telur hafa mest áhrif á heiminn hverju sinni. Listinn er skiptur niður í fimm flokka, þ.e.a.s  leiðtoga, frumkvöðla, fyrirmyndir, viðskiptajöfra og vonarstjörnur. 

Fyrst nefndi flokkurinn er sennilega sá augljósasti, en þar fer Barack Obama Bandaríkjaforseti fremstur í flokki en einnig minna þekktir valdamenn s.s. Xi Jinping varaforseti Kína. Aðstoðarritstjóri Time rökstyður valið þannig að Xi Jinping sé væntanlegur arftaki stjórnvalda í Kína. Milljónir manna horfi til þess í hvaða farveg hann muni leiða fjölmennustu þjóð heims. 

Á listanum eru 38 konur, þar á meðal breska poppsöngkonan Adele sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarna mánuði, en einnig Katrín hertogaynja af Cambridge. 

Bandaríkjamenn eru mest áberandi á listanum en alls eru þar þó 54 einstaklingar af öðrum þjóðernum, frá alls 37 löndum. Sumir þeirra eru umdeildir, eins og til dæmis nýr leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jung Un, og forseti Sýrlands, Bashar al-Assad. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert