Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagði við réttarhöldin í Ósló í dag að tveir aðrir aðilar væru tilbúnir að gera árásir í landinu. Er dómarinn spurði hvort Norðmenn ættu í fullri alvöru að hræðast árás þeirra, svaraði Breivik: „Já“.
Kallaði Breivik þessa aðila „sellur“. Sjálfur hefði hann verið sjálfstæð „sella“.
Breivik er nú fyrir dómi í Ósló. Hann er ákærður fyrir að drepa 77 manns í árás í Ósló og Útey 22. júlí á síðasta ári. Breivik viðurkennir ódæðisverkin en segir þau hafa verið nauðsynleg og því eigi ekki að refsa sér.