Breivik: Fleiri munu gera árásir

Anders Behring Breivik mætir í dómshúsið í járnum í morgun.
Anders Behring Breivik mætir í dómshúsið í járnum í morgun. AFP

Fjölda­morðing­inn And­ers Behring Brei­vik sagði við rétt­ar­höld­in í Ósló í dag að tveir aðrir aðilar væru til­bún­ir að gera árás­ir í land­inu. Er dóm­ar­inn spurði hvort Norðmenn ættu í fullri al­vöru að hræðast árás þeirra, svaraði Brei­vik: „Já“.

Kallaði Brei­vik þessa aðila „sell­ur“. Sjálf­ur hefði hann verið sjálf­stæð „sella“.

Brei­vik er nú fyr­ir dómi í Ósló. Hann er ákærður fyr­ir að drepa 77 manns í árás í Ósló og Útey 22. júlí á síðasta ári. Brei­vik viður­kenn­ir ódæðis­verk­in en seg­ir þau hafa verið nauðsyn­leg og því eigi ekki að refsa sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert