„Ég er ekki geðveikur“

„Ég er ekki geðveikur,“ sagði Anders Behring Breivik við réttarhöldin í Ósló í morgun. Hann segist því vera sakhæfur. Hann segir að gera verði greinarmun á pólitískum öfgum og geðveiki.

Breivik svarar nú til saka fyrir hvert og eitt morðanna sem hann framdi 22. júlí á síðasta ári. Hann segist m.a. hafa undirbúið sig fyrir ódæðin með japanskri hugleiðslu.

„Ég veit hvað ég hef gert. Ég veit hver afleiðingin varð,“ sagði Breivik. Hann sagðist meðvitað ekki ætla að reyna að skilja sársaukann sem hann olli með morðunum því hann vildi ekki brotna niður.

Verði Breivik dæmdur sakhæfur á hann yfir höfði sér 21 árs fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert