Dularfullur húðsjúkdómur í Víetnam

Víetnamskir bændur að störfum á hrísgrjónaakri.
Víetnamskir bændur að störfum á hrísgrjónaakri. Reuters

Víet­nam­ar óska nú eft­ir alþjóðlegri aðstoð við að kom­ast að því hvað veld­ur óvenju­leg­um húðsjúk­dómi sem komið hef­ur upp í land­inu og dregið 19 manns til dauða. Yfir 170 manns hafa sýkst í héraðinu Quang Ngai í Mið-Víet­nam. Sjúk­dóm­ur­inn byrj­ar með út­brot­um á hönd­um og fót­um en end­ar með því að lif­ur og önn­ur líf­færi gefa sig.

Heil­brigðisráðuneyti Víet­nams hef­ur ekki tek­ist að greina upp­tök sjúk­dóms­ins, en fyrstu til­felli hans komu upp á tíma­bil­inu frá apríl fram í des­em­ber 2011. Eft­ir það virt­ist út­breiðsla hans hafa hætt þar til í síðasta mánuði að ný smit komu upp.

Heil­brigðis­starfs­fólk seg­ir að sjúk­ling­ar bregðist vel við meðferð á fyrstu stig­um sjúk­dóms­ins, en hins­veg­ar sé erfitt að veita lækn­ingu þeim sem hafa hann á þróaðra stigi. Sjúk­dóm­ur­inn hef­ur valdið tals­verðum ótta meðal fá­tækra þorps­búa í fjall­lendi Quang Nai og hafa þeir m.a. gripið til þess ráð að setja upp vegatálma til að reyna að hindra um­ferð fólks svo sjúk­dóm­ur­inn ber­ist ekki víðar.

Í víet­nömsk­um fjöl­miðlum er í dag haft eft­ir yf­ir­völd­um í Quang Nai-héraði að eit­ur­efni kunni að vera or­sök húðsjúk­dóms­ins, en heil­brigðis­eft­ir­litið vill eki segja af eða á fyrr en fyrstu niður­stöður rann­sókna liggja fyr­ir inn­an 10 daga. Óskað verður eft­ir því að Banda­ríska smit­sjúk­dóma­miðstöðin og Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in komi til aðstoðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka