Stjórnin riðar til falls í Hollandi

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte og aðstoðarforsætisráðherra, Maxime Verhagen, ræða við …
Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte og aðstoðarforsætisráðherra, Maxime Verhagen, ræða við fréttamenn í dag AFP

For­sæt­is­ráðherra Hol­lands, Mark Rutte, staðfest­ir við frétta­menn að út­lit sé fyr­ir fall rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar í landi eft­ir að viðræður um niður­skurð í land­inu runnu út í sand­inn í dag. Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra á ekki von á að þetta hafi nein áhrif á Ices­a­ve-málið án þess þó að geta full­yrt þar neitt um.

Viðræður hafa staðið yfir að und­an­förnu um 16 millj­arða evra niður­skurð hins op­in­bera í Hollandi en viðræðunum var slitið í dag að sögn Rutte. Seg­ir hann að viðræður flokk­anna þriggja sem komu að þeim hafi kom­ist á enda­stöð í dag og ljóst sé að ekki var hægt að kom­ast að sam­komu­lagi. „Kosn­ing­ar eru aug­ljós­ar,“ bætti Rutte við þegar hann ræddi við frétta­menn í Haag í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjár­málaráðuneyti Hol­lands er út­lit fyr­ir að fjár­laga­hall­inn verði 4,6% af vergri lands­fram­leiðslu á næsta ári en regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins kveða á um að fjár­laga­hall­inn fari ekki yfir 3%.

Sjö vik­ur eru síðan viðræðurn­ar hóf­ust um hvernig hægt væri að koma Hollandi á rétt­an kjöl varðandi fjár­laga­hall­ann. Rutte seg­ir að ein helsta skýr­ing­in á að ekki tókst að ná sam­komu­lagi lúti að viðhorf­um þing­manns­ins Gerrt Wilders sem berst hat­ram­lega gegn Evr­ópu­sam­band­inu.

Að sögn Rutte mun rík­is­stjórn­in hitt­ast á fundi á mánu­dag, en rík­is­stjórn­in er minni­hluta­stjórn sem hef­ur notið stuðnings Frels­is­flokks Wilders. „Kosn­ing­ar eru eðli­legt fram­hald,“ en seg­ir að reynt verði til þraut­ar að kom­ast að sam­komu­lagi á hol­lenska þing­inu um niður­skurðaráætl­un­ina áður en gengið verður til kosn­inga.

Sam­drátt­ur rík­ir í Hollandi og út­lit fyr­ir að fjár­laga­hall­inn fari í 4,6% á næsta ári. Hol­lensk­ir þing­menn hafa kraf­ist þess að ríki eins og Grikk­ir þurfi að upp­fylla skil­yrði ESB um að hall­inn fari ekki yfir 3%.

Rík­is­stjórn Rutte, sem er leiðtogi hægri flokks­ins VVD, tók við völd­um seint ár­inu 2010 en auk WD eiga Kristi­leg­ir demó­krat­ar (CDA) aðild að stjórn­inni. 

VVD fékk mest fylgi í þing­kosn­ing­un­um í Hollandi 2010 eða 31 sæti af 150. Kristi­leg­ir demó­krat­ar fengu 21 sæti og fylgi þeirra minnkaði um helm­ing. Flokk­ur­inn hef­ur verið í nær öll­um rík­is­stjórn­um sem myndaðar hafa verið í Hollandi frá síðari heims­styrj­öld­inni.

Fylgi Frels­is­flokks­ins stór­jókst í kosn­ing­un­um og þing­mönn­um hans fjölgaði úr níu í 24.

Wilders seg­ir að hann geti ekki sætt sig við að gamla fólkið í Hollandi þurfi að greiða fyr­ir fá­rán­leg­ar kröf­ur frá Brus­sel. Á morg­un mun Wilders fara til Banda­ríkj­anna til að kynna nýja bók sína, Mar­ked for De­ath. Islam’s war against the West and Me en hann er  þekkt­ur fyr­ir bar­áttu sína gegn íslam og and­stöðu sína við inn­flytj­end­ur.

Geert Wilders leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi.
Geert Wilders leiðtogi Frels­is­flokks­ins í Hollandi.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert