Hvetur hollensk stjórnvöld að reyna niðurskurð áfram

Olli Rehn.
Olli Rehn. REUTERS

Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hvetur hollensku ríkisstjórnina til þess að halda áfram við að reyna að finna leiðir til að skera niður í ríkisfjármálum. Hollenska stjórnin riðar nú til falls eftir að viðræður um niðurskurð upp á 16 milljarða evra runnu út í sandinn síðdegis í gær. 

Rehn segir framkvæmdastjórnina trúa því og treysta að hollensk stjórnvöld reyni að draga úr fjárlagahallanum. Það sé það eina rétta fyrir íbúa landsins og stöðugleika hagkerfis þess.

Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, PVV, í Hollandi, sleit í gær viðræðum um niðurskurð stjórnvalda og hefur forsætisráðherrann, Mark Rutte, boðað neyðarfund hjá ríkisstjórninni á morgun. Þykir líklegt að ríkisstjórnin boði til kosninga fljótlega en minnihlutastjórn er við völd í Hollandi. Hefur Frelsisflokkurinn stutt ríkisstjórnina án þess að sitja í henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert