Ungur aldur fórnarlamba breytir engu

Anders Behring Breivik segir að hann myndi fremja fjöldamorðin í Útey aftur, jafnvel þótt hann hefði vitneskju um að 40% ungmennanna væru undir 18 ára aldri. Fjölmargir aðrir í Noregi ættu skilið að vera teknir af lífi, t.d. blaðamenn og þingmenn.

Í réttarsalnum í morgun kom m.a. fram að Breivik hefði sagt lögreglunni að hann teldi að fjölskylda sín yrði tekin af lífi eftir fjöldamorðin. Þá sagðist hann hafa íhugað að stela lítilli flugvél á nálægum flugvelli til að nota við flóttann eftir morðin.

Í dag er síðasti dagurinn sem Breivik ber vitni fyrir réttinum en svo gæti farið að hann verði kallaður í vitnastúku á miðvikudag þegar fjallað verður um andlegt ástand hans.

Anders Behring Breivik ásamt lögmanni sínum Geir Lippestad í morgun.
Anders Behring Breivik ásamt lögmanni sínum Geir Lippestad í morgun. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert