Birtist allt í einu hálfnakinn

Frá París höfuðborg Frakklands.
Frá París höfuðborg Frakklands. Reuters

98 ára göm­ul kona, sem býr á dval­ar­heim­ili fyr­ir aldraða í bæn­um Bagneux suður af Par­ís höfuðborg Frakk­lands, varð fyr­ir þeirri óskemmti­legu reynslu síðastliðið sunnu­dags­kvöld að karl­maður sem þótt­ist vera lækn­ir reyndi að beita hana kyn­ferðis­legu of­beldi.

Maður­inn kom í íbúð kon­unn­ar og sagði að hann væri kom­inn til þess að veita henni lækn­is­skoðun. Hann bað hana því næst að af­klæðast og fór hún inn á baðher­bergi til þess.

Þegar kon­an ætlaði að fara út af baðher­berg­inu aft­ur birt­ist maður­inn skyndi­lega í dyra­gætt­ina og var sjálf­ur hálfnak­inn. Kon­unni tókst að gera vakt­mönn­um viðvart áður en mann­in­um tókst að koma fram vilja sín­um og hljóp hann þá í burtu.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Thelocal.fr að lög­reglu hafi ekki tek­ist að hafa uppi á mann­in­um eða bera kennsl á hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert