Gagnrýnir lýðskrumara og öfgamenn

Herman Van Rompuy
Herman Van Rompuy AFP

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, gagnrýnir harðlega aukið fylgi við öfgahreyfingar og lýðskrumara í Evrópu og segir þetta ógni einni af undirstöðum ESB, frjálsu flæði fólks á milli landa.

Þjóðernissinnar og öfgahreyfingar njóta sífellt meira fylgis en margir þeirra kenna Brussel um allt sem illa fer. „Þessu er einungis hægt að svara á einn hátt. Segja sannleikann, skrifar Van Rompuy á Twitter.

Van Rompuy er nú staddur í Rúmeníu. Á fundi með rúmenskum þingmönnum fagnaði hann þeim áföngum sem rúmensk stjórnvöld hafi náð til að uppfylla skilyrði sem sett eru fyrir inngöngu í Schengen landamærasamstarfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka