Hrun ESB orðið að raunhæfum möguleika

Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins.
Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins. AP

„Í fyrsta skipti í sögu Evr­ópu­sam­bands­ins er hrun sam­bands­ins raun­hæf­ur mögu­leiki,“ sagði for­seti Evr­ópuþings­ins, Mart­in Schulz, á fundi í Brus­sel í dag með full­trú­um í fram­kvæmda­stjórn ESB sam­kvæmt frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com.

Schulz sagði að ástæðan fyr­ir því að svona væri komið fyr­ir ESB í dag væri fyrst og fremst sú að for­ystu­menn ríkja þess heimtuðu að fá að taka sí­fellt fleiri ákv­arðanir sjálf­ir þvert á þau vinnu­brögð sem gilt hafi á vett­vangi sam­bands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka