Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe, sagði í dag eftir fund í París með fulltrúum sýrlenskra uppreisnarmanna að vopnahléið sem komið var á í Sýrlandi fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna væri í alvarlegri hættu vegna þess að ofbeldi héldi áfram í landinu.
Ráðherrann sagði ennfremur að sögn fréttavefsins Euobserver.com að ef ofbeldinu yrði ekki hætt ættu Sameinuðu þjóðirnar að grípa til þess ráðs að senda frá sér ályktun sem opnaði á alþjóðlegar refsiaðgerðir eða utanaðkomandi hernaðarafskipti.