Vill aukin framlög frá aðildarríkjunum

José Manuel Barroso er forseti framkvæmdastjórnar ESB.
José Manuel Barroso er forseti framkvæmdastjórnar ESB. Reuters

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur óskað eft­ir því að fjár­fram­lög til þess á ár­inu 2013 verði auk­in um 6,8% frá því sem nú er á þeim for­send­um að aukið fjár­magn þurfi frá ríkj­um sam­bands­ins til þess að standa við ýms­ar skuld­bind­ing­ar sem fram­kvæmda­stjórn­in þurfi að standa við.

Ýmsir ríki ESB hafa ít­rekað hvatt fram­kvæmda­stjórn­ina til þess að skera frek­ar niður í rekstri sín­um í stað þess að óska sí­fellt eft­ir meiri fjár­mun­um frá ríkj­un­um en fram­kvæmda­stjórn­in fór einnig fram á auk­in fram­lög á síðasta ári.

Þá hef­ur fram­kvæmda­stjórn ESB verið gagn­rýnd harðlega fyr­ir að fara fram á auk­in fjár­fram­lög frá ríkj­um sam­bands­ins á sama tíma og hún krefj­ist þess að rík­in skeri niður í rekstri sín­um meðal ann­ars í heil­brigðis- og mennta­mál­um.

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC að sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un fram­kvæmda­stjórn­ar ESB fyr­ir næsta ár sé gert ráð fyr­ir að sam­bandið hafi til ráðstöf­un­ar sam­tals 138 millj­arða evra eða sem nem­ur um 22.500 millj­arða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka