Atvinnuleysi á Spáni er enn að aukast. Samkvæmt tölum fyrir marsmánuð er það komið upp í 24,4%, sem er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur síðan byrjað var að skrá atvinnuleysi eftir núverandi reglum árið 1996.
366 þúsund störf töpuðust í mars. Í febrúar mældist atvinnuleysi á Spáni 22,85%.
Samdráttur er í efnahagslífi Spánar og skuldatryggingarálag hefur hækkað mikið síðustu vikurnar. Þetta gerir stjórnvöldum enn erfiðar fyrir að ná niður halla á ríkissjóði.