Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, var í dag staddur í Póllandi þar sem hann heimsótti meðal annars Auschwitz útrýmingarbúðirnar alræmdu þar sem þýskir nasistar myrtu um 1,5 milljón manna á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, einkum gyðinga.
Fram kemur í frétt Reuters-fréttaveitunnar að Wen hafi í heimsókninni sagt að það sem gerðist í Auschwitz væri harmleikur sem ætti erindi við allt mannkynið.
„Þetta eru skilaboð sem við megum aldrei gleyma, við verðum að muna söguna og aðeins þeir sem muna söguna geta skapað góða framtíð,“ sagði Wen ennfremur.