Hasskaffihús bönnuð ferðamönnum

Hasskaffihús í hollensku borginni Maastricht.
Hasskaffihús í hollensku borginni Maastricht. Reuters

Erlendir ferðamenn munu framvegis ekki lengur geta keypt sér kannabisefni á löglegan máta í Hollandi. Í gær komst hollenskur dómstóll að þeirri niðurstöðu að ný löggjöf sem hindrar aðgang erlendra ferðamanna að svokölluðum hasskaffihúsum sé lögmæt.

Holland hefur lengi verið þekkt fyrir frjálslega löggjöf á sviði fíkniefna og hafa hin svokölluðu hasskaffihús notið mikill vinsælda á þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið.

Nýju lögin, sem taka gildi þann 1. maí næstkomandi, kveða á um að hasskaffihús verði að vera rekin sem einkaklúbbar. Aðgangur að þessum einkaklúbbum verður síðan takmarkaður við þá sem hafa lögheimili í Hollandi en jafnframt má heildarfjöldi meðlima við hvern klúbb ekki vera meiri en 2000 manns. Til að byrja með munu lögin vera bundin við suðurhluta landsins en á næsta ári er áætlað að þau taki gildi á landsvísu, þ.á.m. í Amsterdam.

Eigendur hollenskra hasskaffihúsa eru óánægðir með nýju löggjöfina og talið er að þeir muni áfrýja dóminum.

Nánar má lesa um málið á vef Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka