Öflugur jarðskjálfti upp á 6,4 á stig varð í dag skammt frá eyríkinu Tonga í Kyrrahafi samkvæmt fréttaveitunni AFP. Engar fregnir hafa þó borist af skemmdum vegna skjálftans eða manntjóni. Þá hefur engin viðvörun verið gefin út vegna hugsanlegrar flóðbylgju af völdum hans.
Jarðskjálftinn varð klukkan 10:08 í morgun að íslenskum tíma um 78 kílómetra frá bænum Neiafu á suðurströnd eyjarinnar Vava'u sem tilheyrir Tonga á 130 kílómetra dýpi samkvæmt upplýsingum frá bandarískum yfirvöldum.
Fram kemur í fréttinni að ekki sé búist við að jarðskjálftinn leiði til flóðbylgju.