Egypska frumvarpið gabb?

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Reuters

Komið hafa fram upp­lýs­ing­ar sem virðast benda til þess að ný­leg­ar frétt­ir um egypskt frum­varp sem átti að heim­ila eig­in­mönn­um að stunda kyn­líf við látn­ar eig­in­kon­ur sín­ar hafi verið byggðar á gabbi.

Fyr­ir helgi var greint frá því í fjöl­miðlum út um heim all­an að fyr­ir egypska þing­inu liggi laga­frum­varp sem muni veita eig­in­mönn­um laga­leg­an rétt til þess að eiga kyn­mök við látn­ar eig­in­kon­ur sín­ar í allt að sex klukku­stund­ir frá and­láti þeirra. Í frétt­um um málið kom einnig fram að laga­breyt­ing­in væri fyr­ir­huguð á næstu mánuðum.

Nú hafa hins­veg­ar komið fram upp­lýs­ing­ar sem virðast benda til þess að um gabb hafi verið að ræða. Upp­runi frétt­ar­inn­ar var pist­ill eft­ir Amr Abd­ul Sam­ea, einn af helstu stuðnings­mönn­um Hosni Mubarak, fyrr­ver­andi for­seta Egypta­lands, sem birt­ur var í rík­is­dag­blaðinu Al Ahram, þar sem þeirri full­yrðingu var kastað fram að væri að íhuga að setja lög sem myndu heim­ila eig­in­mönn­um að stunda kyn­líf með látn­um eig­in­kon­um sín­um. Ensku­mæl­andi fjöl­miðlar í Egyptalandi unni síðan frétt úr þess­um pistli sem átti eft­ir að breiðast hratt út um netið og vera tek­in upp af fjöl­miðlum út um heim all­an. Einnig hef­ur banda­ríski fjöl­miðill­inn Huff­ingt­on Post greint frá því að heim­ild­ar­menn í Egyptalandi hafi bent á það á sam­skipt­asíðunni Twitter að frétt­ir af frum­varp­inu séu rang­ar.

Ekki er víst hvort frum­varpið liggi fyr­ir egypska þing­inu en talið er að jafn­vel þó svo að staðan væri þannig þá séu svo gott sem eng­ar lík­ur á því að frum­varpið hljóti samþykki meiri­hluta þings­ins. Þessi hug­mynd hef­ur þó verið kastað fram af Zamzami Abd­ul Bari, um­deild­um klerki frá Mar­okkó. Sá er sagður þekkt­ur fyr­ir um­deild­ar hug­mynd­ir sín­ar sem þykja mjög á skjön við það sem flest­ir múslima trúa. Þannig hef­ur hann m.a. haldið því fram að kon­ur megi drekka áfengi á meðgöngu, en neysla áfeng­is strang­lega bönnuð í íslamstrú.

Nán­ar má lesa um málið á vef The Christian Science Monitor.
Upp­haf­legu frétt mbl.is um málið má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert