Reyna báðir við fylgi Le Pen

Forsetaframbjóðandi franskra sósíalista, Francois Hollande, hét áheyrendum sínum á kosningafundi í dag að hann myndi ekki fallast á málamiðlanir varðandi stefnumál sín. Kosið verður á milli Hollande og Nicolasar Sarkozy, forseta Frakklands, í annarri umferð forsetakosninganna 6. maí næstkomandi.

Fram kemur í frétt Reuters-fréttaveitunnar að báðir frambjóðendurnir hafi reynt að höfða til fylgis Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar (National Front), sem varð í þriðja sæti í fyrstu umferð kosninganna en þar hlaut hún um 18% fylgi.

Hollande hlaut sem kunnugt er mest fylgi í fyrri umferðinni en Sarkozy varð í öðru sæti en sitjandi forseti hefur ekki áður orðið í öðru sæti í fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi samkvæmt fréttinni.

Sarkozy hefur lagt alla áherslu á að brúa bilið á milli hans og Hollande en skoðanakannanir benda þó til þess að Hollande muni bera sigur úr býtum og verða næsti forseti Frakklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka