Reyndi að greiða fyrir farið með fíkniefnum

Þrítugur þýskur karlmaður var handtekinn síðastliðinn föstudag af lögreglu í borginni Munchen í suðurhluta Þýskalands eftir að hann hafði reynt að greiða fyrir far með leigubíl með kannabis-efnum.

Leigubílstjórinn lét lögregluna vita af manninum samkvæmt frétt AFP og eftir að hafa tekið hann höndum fór hún heim til hans og fann þar 31 kannabis-plöntu. Þá lagði lögreglan einnig hald á 353 grömm af kannabis-efnum auk tækja til framleiðslu þeirra.

Maðurinn sagði lögreglu að plönturnar væru hugsaðar fyrir einkaneyslu hans þar sem hann vildi ekki reiða sig á fíkniefnasala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert