Ástralski auðmaðurinn Clive Palmer hefur samið við kínverskt skipasmíðafyrirtæki um að byggja nútímaútgáfu af farþegaskipinu Titanic.
Að sögn Palmer verður hafist handa við smíði skipsins í lok næsta árs og það verði sjófært árið 2016.
Skipið nýja á að minna sem mest á Titanic en öll nýjasta tækni verður nýtt til hins ítrasta við skipasmíðina. Segir Palmer að það verði búið öllum helstu þægindum og eins verði öryggismál þess í samræmi við það sem best þekkist í dag, segir í frétt BBC.
Þann 14. apríl sl. voru 100 ár liðin frá því Titanic rakst á ísjaka og sökk á Atlantshafi.