Vegfarandi hrinti manni í sjálfsvígshugleiðingum fram af brú í Guangdong-héraði í Kína. Lögreglan var að reyna telja manninn ofan af því að stökkva fram af brúnni er vegfarandi tók til sinna ráða. Manninum sem hrint var lifði fallið af enda hafði lögreglan komið loftpúða fyrir undir brúnni.
Atvikið náðist á myndband sem nú fer sem eldur í sinu um netheima en m.a. er sagt frá málinu á vefsíðu BBC.
Fyrrverandi hermaðurinn Lai Jiansheng sést á myndbandinu klifra upp á brúnna, heilsa manninum sem þar sat og íhugaði sjálfsmorð, áður en hann hrindir honum fram af brúnni.
Hinn vansæli maður er sagður skuldum vafinn og að það sé skýringin á því að hann íhugaði sjálfsmorð.