Foreldrar bandarísks drengs sem varð fyrir grófu einelti hafa höfðað mál gegn skólanum þar sem hann stundaði nám á þeirri forsendu að skólinn hafi ekki staðið við þá skyldu sína að skapa honum öruggt umhverfi. Piltar úr skólanum tattóveruðu á rassinn á drengnum.
Atvikið átti sér stað í maí 2010. Nokkrir piltar réðust á 14 ára dreng nærri skólalóðinni og tattóveruðu mynd af getnaðarlim á rassinn á honum.
Foreldrar drengsins segir að þessi árás hafi haft mikil áhrif á drenginn. Þó tekist hafi að ná tattóinu af húðinni verði hann alla tíð með ör þar sem myndin var.
Foreldrarnir segja að það eigi að vera skylda skólans að tryggja nemendum skólans öruggt umhverfi. Skólinn hafi ekki staðið við þessa skyldu sína.