Hart tekist á í kappræðum

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, skaut föstum skotum á mótframbjóðanda sinn, sósíalistann Francois Hollande, í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Síðari umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudag. 

Kallaði Sarkozy Hollande ítrekað lygara og hrokagikk í kappræðunum og kom það mörgum stjórnmálaskýrendum á óvart hversu óvægin umræðan var. Hins vegar sé ljóst að hvorugur þeirra fór með sigur af hólmi í umræðunum.

Hollande svaraði á svipaðan hátt skotum Sarkozy og sakaði forsetann um að neita að taka ábyrgð á verkum sínum og sagði Sarkozy um sjálfumgleði og að hann hugsaði meira um eigin hag á meðan efnahagskreppan léki frönsku þjóðina grátt. 

„Það er alveg sama hvað kemur upp og hvað gerist þú ert alltaf ánægður,„ sagði Hollande eftir að þeir höfðu skipst á skoðunum um efnahagsmál. „Það er lygi, lygi,“ svaraði Sarkozy og bætti við þetta er ekki brandarakeppni.

En Sarkozy lét ekki nægja að gagnrýna Hollande heldur beindi hann einnig spjótum sínum að Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sakaði hann Hollande um að þvo hendur sínar af „Pontíusi Pílatusi“ sem var landstjóri Rómverja þegar Jesús var handtekinn og líkti viðbrögðum Hollande við Pontíus þegar kynlífshneykslismál Strauss-Kahn komu upp á yfirborðið.

Hollande neitaði ásökunum Sarkozy þar að lútandi og sagðist ekki hafa haft hugmynd um einkalíf fyrrum samherja síns þegar hneykslið kom upp í fyrra.

Talið er að rúmlega tuttugu milljónir Frakka hafi fylgst með kappræðunum í gærkvöldi en afar mjótt er á munum á fylgi frambjóðendanna.

Fylgst með kappræðunum í gærkvöldi
Fylgst með kappræðunum í gærkvöldi AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert