Saka asersk stjórnvöld um skoðanakúgun

Sigurvegarar evrópsku söngvakeppninnar í fyrra frá Aserbaídsjan.
Sigurvegarar evrópsku söngvakeppninnar í fyrra frá Aserbaídsjan. Reuters

Þögg­un og skoðanakúg­un­um er beitt í Aser­baíd­sj­an í aðdrag­anda Evr­óvi­sjón­söngv­akeppn­inn­ar sem fram fer þar í landi í lok maí. Þetta segja alþjóðlegu mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal og Hum­an Rights Watch. Segja sam­tök­in stjórn­völd bæla frelsi fjöl­miðla í land­inu og hafa biðlað til evr­ópska út­varps­sam­bands­ins, Europe­an Broa­dcasting Uni­on (EBU), að taka á mál­inu.

Segja mann­rétt­inda­sam­tök­in að blaðamenn í land­inu verði ít­rekað fyr­ir áreiti og of­beldi.

Am­nesty In­ternati­onal seg­ir að 18 sam­viskufang­ar séu í Aser­baíd­sj­an, þar af séu 14 and­ófs­menn sem hafi verið fang­elsaðir í kjöl­far mót­mæla, tveir blaðamenn og tveir bar­áttu­menn fyr­ir mann­rétt­ind­um.

Segja mann­rétt­inda­sam­tök­in að EBU hafi brugðist í því að sker­ast í leik­inn þegar frelsi fjöl­miðla er í húfi.

Sam­tök­in Frétta­menn án landa­mæra segja að fjöl­miðlamönn­um sé bannað að fjalla um for­seta lands­ins og fjöl­skyldu hans án leyf­is. „Hvað sem er get­ur komið fyr­ir þá sem brjóta þetta bann.“

Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan.
Ilham Aliyev for­seti Aser­baíd­sj­an. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert