Fylgi stóru flokkanna hrynur

Þingkosningar eru í Grikklandi í dag.
Þingkosningar eru í Grikklandi í dag. AFP

Útgönguspár í Grikklandi benda til þess að stóru flokkarnir, Sósíalistaflokkurinn og hægriflokkurinn Nýtt lýðræði, fái ekki nema um 37% fylgi samtals í þingkosningunum. Þessir flokkar fengu 77% fylgi í kosningunum sem fram fóru árið 2009.

Samkvæmt spánni eykst fylgi flokka á vinstrikanti stjórnmálanna sem eru andvígir Evrópusambandinu og aðgerðum þeirra í Grikklandi.

Samkvæmt spánni fær nýnasistaflokkur menn kjörna á þing, en 40 ár eru síðan nasistar áttu menn á gríska þinginu. Flokkurinn fær 6-10% atkvæða.

Nýtt lýðræði fær samkvæmt þessu 17-20% atkvæða og verður stærsti flokkurinn á þingi. Flokkurinn fékk 33,5% í síðustu kosningum. Sósíalistaflokkurinn fær 14-17%. Augljóst er af þessum tölum að erfitt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu.

Sósíalistaflokkurinn fékk 44% atkvæða í síðustu kosningum og hreinan meirihluta á þingi. Nokkrir þingmenn sögðu skilið við flokkinn á kjörtímabilinu og á síðasta ári fór ríkisstjórnin frá völdum og við tók embættismannastjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert