Þingkosningar hefjast í Grikklandi í dag. Tveir helstu stjórnmálaflokkar landsins eru taldir eiga eftir að tapa fylgi. Hróp voru gerð að formanni Sósíalistaflokksins og fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, er hann mætti á kjörstað í morgun.
Evangelos Venizelos, formaður Sósíalistaflokksins, Pasok, mætti til að kjósa í skóla í Thessaloniki, næststærstu borg Grikklands. Nokkrir einstaklingar sem voru á staðnum púuðu á ráðherrann fyrrverandi og einn hrópaði „þjófur!“
Venizelos aðstoðaði forsætisráðherra landsins við að komast að samkomulagi um niðurskurðar- og björgunarsamning við Evrópusambandið. Samningurinn er umdeildur meðal borgaranna.
Fréttaskýring á mbl.is um kosningarnar: Óttast pólitískan glundroða