Vill mynda vinstristjórn

Alexis Tsipras
Alexis Tsipras AFP

Flest bend­ir til að Syr­iza verði næst­stærsti flokk­ur­inn á gríska þing­inu eft­ir kosn­ing­arn­ar í dag. Flokk­ur­inn er vinstri­flokk­ur og Al­ex­is Tsipras, leiðtogi flokks­ins, vill að mynduð verði vinstri­stjórn í land­inu.

Úrslit kosn­ing­anna eru kjafts­högg fyr­ir stóru flokk­ana tvo, Sósí­al­ista­flokk­inn og Nýtt lýðræði, sem skipst hafa á um að fara með völd í Grikklandi. Þess­ir tveir flokk­ar fengu sam­tals um 77% í síðustu kosn­ing­um en fá núna ekki nema 32-34%.

Syr­iza hef­ur gagn­rýnt harðlega niður­skurðaraðgerðir fyrri rík­i­s­tjórna sem studd­ar hafa verið af Evr­ópu­sam­band­inu og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Tsipras seg­ir að úr­slit kosn­ing­anna séu skila­boð um að þjóðin kæri sig ekki um þessa stefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert