Staðfesta að fjölskylda lést í árás NATO

Frá Afganistan
Frá Afganistan Reuters

Fjölþjóðaher Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefur lýst yfir ábyrgð á því að sex manna fjölskylda hafi látist í loftárás þeirra á Helmand-hérað í síðustu viku.

Í gær boðaði forseti Afganistan, Hamid Karzai, herforingja NATO í Afganistan og sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund þar sem hann lýsti því yfir að lát almennra borgara í árásum NATO í landinu ógnaði samkomulagi sem hann undirritaði ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta í síðustu viku.

Talsmaður NATO í Afganistan staðfesti í dag að fjölskyldan hefði látist í árásinni og eftirlifendur yrðu formlega beðnir afsökunar fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert