Lögregla hefur handtekið ellefu manns sem tilheyra króatískum eiturlyfjahring en þeir reyndu að smygla 174 kg af kókaíni frá Kólumbíu til Evrópu. Fannst kókaínið um borð í króatískri snekkju við strendur eyjunnar Martinque.
Er talið að götuvirði kókaínsins sé um átta milljónir evra, 1.302 milljónir króna.
Lögregla frá Króatíu, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Dóminíska lýðveldinu tók þátt í aðgerðunum en níu Króatar, Kólumbíumaður og Serbi voru handteknir um borð í snekkjunni.