Doktor dómsdagur spáir efnahagslegu stórslysi

Nouriel Roubini eða doktor Dómsdagur er yfirleitt ómyrkur í máli.
Nouriel Roubini eða doktor Dómsdagur er yfirleitt ómyrkur í máli. Reuters

Hinn fullkomni stormur er í vændum í efnahagslífinu og gæti skollið á hagkerfum heims þegar árið 2013. Þessu spáir hagfræðiprófessorinn og nóbelsverðlaunahafinn Nouriel Roubini, sem sá núverandi kreppu fyrir og er af gárungunum kallaður Dr. Dómsdagur.

Rætist spár Roubini þýðir það að Bandaríkin sökkva í djúpa kreppu og evrusvæðið leysist upp. Að mati Roubini eru fjögur atriði sem munu leiða til þessarar allsherjarkreppu. Í ofanálag við stigvaxandi skuldavanda Evrópu og samdrátt í Bandaríkjunum nefnir hann á að tekið sé að vexti nýrra markaða, ekki síst í Kína, og stríðsátök í Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins.

„Þegar þetta allt kemur saman, vandi evrusvæðisins, samdráttur í Bandaríkjunum, Kína...þá verður útkoman stórslys," sagði Roubini í viðtali við CNBC. Dómsdagsdoktorinn hefur sérstaklega áhyggjur af Evrópu. Hann segist ekkert sjá í kortunum nema vandræði á vandræði ofan fyrir álfuna og óttast að skuldavandi jaðarlandanna Grikklands, Portúgals og Spánar muni smita út frá sér í hagkerfinu.

„Grikkland verður fyrsta landið sem umturnast og kastar evrunni. Aðrir munu fylgja í kjölfarið," segir Roubini. „Fyrir árslok 2013 mun Spánn einnig þurfa á neyðarláni að halda. Þar með verður landið útlægt af mörkuðum í eitt eða tvö ár, en það mun ekki duga til. Eftir tvö ár eða svo í viðbót mun þurfa að takast á við skuldavandann og á endanum slítur það sig frá evrusvæðinu. En það er ekki eitthvað sem gerist á 12 mánaða tímabili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert