Fjárfesting Kínverja í Wales „óviðeigandi“

Frá Wales. Úr myndasafni.
Frá Wales. Úr myndasafni. Wikipedia

Líklega verður ekkert af 50 milljóna punda kínverskri fjárfestingu í Wales eftir að niðurstaða skýrslu fyrir þarlend stjórnvöld lýsti fyrirætlunum fjárfestanna sem „óviðeigandi“. Til stóð að byggja lúxushótel fyrir eitt hundrað manns og 80 sumarhús að auki í nágrenni við það skammt frá bænum Llandeilo.

Húsin þykja samkvæmt skýrslunni ekki vera í samræmi við byggingarstíl í nágrenninu samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Svæðið sem til stóð að byggja húsin á er um níu hektarar að stærð og þar átti meðal annars að vera heilsulind og sundlaug. Ætlunin var að fá um 20 þúsund ferðamenn frá Kína á staðinn á ári.

Frétt Daily Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert