Grunuð um aðild að láti fimm barna

Lög­regla í Englandi hef­ur hand­tekið 28 ára konu og 38 ára karl­mann vegna gruns um aðild að láti fimm barna sem brunnu inni í húsi á Der­by-skíri í Bretlandi í nótt. Ekki hef­ur verið gefið út hvernig þau tengj­ast elds­voðanum.

Börn­in sem voru á aldr­in­um fimm til tíu ára voru öll sof­andi á efri hæð húss­ins er eld­ur­inn braust út. Tveir full­orðnir og 13 ára ung­ling­ur voru flutt á sjúkra­hús og gert að sár­um þeirra þar.

Búið er að nafn­greina föður barn­anna sem er 57 ára og heit­ir Mick Philpott. Hann er 17 barna faðir sem komst í kast­ljós fjöl­miðla árið 2007 þegar hann kom fram í heim­ild­ar­mynd um lífið á fram­færslu sveit­ar­fé­laga. Þá krafðist hann þess að yf­ir­völd gæfu hon­um stærra hús fyr­ir eig­in­konu sína, unn­ustu og átta börn sín.

Philpott reyndi hetju­lega að bjarga börn­un­um en án ár­ang­urs.

Þó svo fólk sé í haldi lög­reglu hef­ur ekk­ert verið gefið upp um upp­tök elds­ins. Lög­regla seg­ir að öll­um mögu­leik­um verði haldið opn­um í rann­sókn­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert