Fannst grafin í sandi eftir 70 ár

Flugvélar af gerðinni Kittyhawk P-40.
Flugvélar af gerðinni Kittyhawk P-40. mbl.is

Bresk herflugvél úr síðari heimsstyrjöldinni fannst í eyðimörk í Egyptalandi, skammt frá höfuðborginni Kaíró. Vélin, sem er af gerðinni Kittyhawk P-40, mun hafa varðveist einstaklega vel, en hún hefur verið grafin í sand frá árinu 1942 eða í 70 ár.

Talið er að flugmaður vélarinnar hafi villst af leið, lent vélinni og yfirgefið hana síðan, en hvorki fannst tangur né tetur af honum í vélinni og talstöð hennar hafði verið fjarlægð.

Líkamsleifa hans er nú leitað í námunda við staðinn þar sem vélin fannst og breski herinn leitar hugsanlegra afkomenda hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert