Lögum var breytt í Argentínu nýlega með því að skilgreina kynleiðréttingaraðgerðir sem lögmætan rétt fólks. Einnig voru samþykkt lög sem heimila langveikum að hafna læknismeðferð.
Argentínumenn hafa löngum verið nokkuð framarlega í lagasetningum sem snúa að mannréttindum og voru til dæmis fyrsta þjóðin í Mið-Ameríku til að heimila hjónavígslur samkynhneigðra.
Mikill stuðningur er meðal almennings í Argentínu við nýju lögin og lítil andstaða var meðal stjórnmálamanna.
Í nýju lögunum felst meðal annars að klæðskiptingar, fólk með kynáttunarvanda og þeir sem hafa farið í kynleiðréttingaraðgerðir ráða því hvaða kyn er skráð í opinber skjöl, t.d. ökuskírteini og vegabréf.
Einnig fela nýju lögin í sér að langlegusjúklingar og fólk með alvarlega sjúkdóma fær heimild til að hafna meðferð, en líknardráp er ekki löglegt í landinu.
Flokkur Peronista er við völd í landinu og einkunnarorð hans eru; félagslegt réttlæti, efnahagslegt sjálfstæði og fullveldi ríkisins.