Segir stjórn í sjónmáli í Grikklandi

Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza flokksins í Grikklandi.
Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza flokksins í Grikklandi. AFP

Alexis Tsipras, leiðtogi gríska vinstri flokksins Syriza, segir að þrír stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafi komist að samkomulagi um samsteypustjórn til næstu tveggja ára.

Í stjórninni munu sitja, auk Syriza, Íhaldsflokkurinn og Demókratíski vinstriflokkurinn. Syriza er mótfallinn samkomulaginu sem gert var við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánveitingar til hins skuldsetta Grikklands.

Fullyrðingar Tsipras hafa ekki fengist staðfestar af forseta landsins, Carolos Papoulias.

Grikkir kusu í þingkosningum síðasta sunnudag og síðan þá hafa verið gerðar fjölmargar árangurslausar tilraunir til stjórnarmyndunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert