Paul Watson tekinn höndum

Paul Watson leiddur út úr Síðumúlafangelsi í janúar 1988.
Paul Watson leiddur út úr Síðumúlafangelsi í janúar 1988. Morgunblaðið/ Sverrir

Paul Watson, stofnandi samtakanna Sea Shepherd, var í morgun handtekinn í Frankfurt í Þýskaland og til stendur að framselja hann til Kosta Ríka vegna afskipta hans af hákarlaveiðum og morðtilraun undan ströndum Gvatemala.

Samtökin Sea Shepherd eru einna þekktust fyrir sinn árlega eltingaleik við japanska hvalveiðimenn við Suðurskautslandið, en Watson og félagar eru Íslendingum einnig kunnir, en samtökin sökktu tveimur íslenskum hvalveiðibátum árið 1986.

Watson, ásamt félögum sínum í Sea Shepherd, er sagður hafa truflað hákarlaveiðarnar árið 2002 og hafa reynt að myrða einn veiðimannanna. Samtökin voru við kvikmyndagerð þegar meintir atburðir áttu sér stað, en um er að ræða ólöglegar hákarlaveiðar. Sea Shepherd skipuðu hákarlaveiðimönnunum að snúa til hafnar, en þá kom lögreglubátur frá Gvatemala aðvífandi og veiðimennirnir sökuðu Watson um að hafa reynt að myrða þá.

Watson flúði þá, ásamt félögum sínum, til Kosta Ríka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert