Aftur kosið til þings í Grikklandi

Evangelos Venizelos, formaður stærsta flokksins í Grikklandi, Pasok.
Evangelos Venizelos, formaður stærsta flokksins í Grikklandi, Pasok. Petros Giannakouris

Kosið verður til þings í Grikklandi á nýjan leik en stjórnarmyndunarviðræður sem verið hafa í gangi frá kosningunum fyrir rúmri viku hafa allar runnið út í sandinn. Kosið verður á ný í júní.

Stærsti flokkur landsins, Pasok, hefur haft umboð til stjórnarmyndunar undanfarna daga en viðræðurnar hafa verið árangurslausar.

„Við munum aftur kjósa, innan fárra daga, við erfiðar aðstæður,“ sagði formaður Pasok, Evangelos Venizelos.

Forseti landsins, Carolos Papoulias, hefur boðað formenn allra flokka á fund á morgun til að koma á bráðabirgðastjórn þar til þingkosningar fara fram að nýju. Líklega verður kosið á tímabilinu 10.-17. júní næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert