Flugvél François Hollandes, forseta Frakklands, var snúið við til Parísar eftir að flugvélin varð fyrir eldingu á leið sinni til Berlínar.
Samkvæmt frétt BBC er Hollande nú lagður af stað á ný til Berlínar með annarri flugvél og er gert ráð fyrir að hann lendi þar klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Þar mun hann eiga fund með kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, um efnahagsástandið í Evrópu.