Grikkir tóku út 700 milljónir evra

Seðlabanki Grikklands
Seðlabanki Grikklands AFP

Ástandið er slæmt í gríska bankakerfinu og í gær voru 700 milljónir evra, 114,3 milljarðar króna, teknar út af bankareikningum í landinu, segir forseti landsins, Carolos Papoulias. Hann varar við því að ástandið geti versnað á næstu dögum.

Papoulias hefur þetta yfir seðlabankastjóra Grikklands, George Provopoulos, en bankastjórinn segir bankakerfið afar veikburða um þessar mundir.

„Provopoulos segir að engin ástæða sé til að örvænta en ýmsir óttist að þetta geti snúist í skelfingu,“ segir Papoulias.

Í febrúar sagði fyrrum fjármálaráðherra landsins, Evangelos Venizelos, að Grikkir ættu 16 milljarða evra, á bankareikningum erlendis. 32% þess fjár væri á reikningum breskra banka og 10% væru á svissneskum bankareikningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert