Kosið í Grikklandi 17. júní

Kosið var til þings í Grikklandi 6. maí en stjórnarmyndunarviðræður …
Kosið var til þings í Grikklandi 6. maí en stjórnarmyndunarviðræður reyndust árangurslausar. Reuters

Kosið verður að nýju til þings í Grikklandi hinn 17. júní næstkomandi. Kosið var til þings í Grikklandi 6. maí en stjórnarmyndunarviðræður reyndust árangurslausar. Í níu daga reyndi hver flokksformaðurinn á fætur öðrum að mynda ríkisstjórn en allt kom fyrir ekki.

Í frétt fréttastofunnar AFP segir að vinstriflokkurinn Syriza sé líklegur til að sigra í kosningunum en flokkurinn er helsti andstæðingur samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert