Manga-þýðandi dæmdur fyrir barnaklám

Persóna í manga-myndasögu
Persóna í manga-myndasögu

Sænskur þýðandi japanskra manga- myndasagna, Simon Lundström, hefur áfrýjað til hæstaréttar Svíþjóðar dómum undirréttar þar sem hann var dæmdur fyrir vörslu barnakláms. Hófst málflutningur í málinu fyrir hæstarétti í dag.

Fundust 39 teikningar í tölvu hans sem sýndu teiknimyndapersónur í klámfengum stellingum. Var honum gert að greiða 25 þúsund sænskar krónur, 447 þúsund krónur, í sekt í héraðsdómi en áfrýjunardómstóll lækkaði sektina í 5.600 sænskar krónur, 100 þúsund krónur.

Lögfræðingur Lundström segir að teikningarnar sem lögregla lagði hald á við húsleit á heimili þýðandans sýni ekki börn og að sérfræðingar í manga-myndasögum segi að manga-teikningar sýni ekki alltaf börn heldur ímyndaðar verur.

Margar fígúrur í myndasögubókum líti út fyrir að vera minni og yngri en þær eru raunverulega og eru alls ekki börn.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert