Fabius vill „öðruvísi“ Evrópu

Laurent Fabius utanríkisráðherra Frakklands.
Laurent Fabius utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Laurent Fabius, nýr utanríkisráðherra Frakklands, sagði í morgun að forgangsverkefni hans í nýju starfi yrði að fást við skuldavanda Evrópusambandsríkjanna. Hann sagði að hann myndi vilja eiga hlut að því að vinna að „öðruvísi Evrópu“.

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar François Hollande, nýkjörins forseta landsins, verður haldinn síðar í dag.

„Forgangsverkefnið er að greiða úr flækjunni í Evrópu og stefna fram á við á sama tíma,“ sagði Fabius í viðtali við sjónvarpsstöðina BFMTV í morgun.

Fabius er ráðherrastól ekki ókunnur, því hann hefur áður verið forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Hann fullyrðir að hann sé einlægur Evrópusinni.

„Ég er gegnheill Evrópusambandsmaður. En við þurfum annars konar Evrópu, þar sem meiri áhersla er lögð á að skapa störf,“ sagði hann.

Fréttaskýring Ágúst Ásgeirssonar um forsetakosningarnar í Frakklandi

Francois Hollande, forseti Frakklands með Laurent Fabius utanríkisráðherra landsins.
Francois Hollande, forseti Frakklands með Laurent Fabius utanríkisráðherra landsins. AFP
Ný ríkisstjórn í Frakklandi. Þar er kynjahlutfall jafnt; 17 konur …
Ný ríkisstjórn í Frakklandi. Þar er kynjahlutfall jafnt; 17 konur og 17 karlar, en þrátt fyrir það eru karlar í mörgum af helstu ráðuneytunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert