Í fyrsta skipti eru hvít börn í Bandaríkjunum ekki í meirihluta samkvæmt upplýsingum um hagtölur þar í landi.
Á tólf mánaða tímabili til 12. júlí árið 2011 voru 50,4% af nýfæddum börnum í Bandaríkjunum annaðhvort af rómönskum uppruna, blökkumannakyni, asísku bergi brotin eða indíánaættum.
Síðasta manntal fór fram í apríl árið 2010 og þá höfðu 50,5% hvítvoðunga í landinu verið hvít.
Bandaríkjamenn af rómönskum ættum eru sá minnihlutahópur sem vex örast. Þeir eru 52 milljónir og þeim hefur fjölgað um 3,1% frá árinu 2010.
Árið 1990 námu barnsfæðingar minnihlutahópa í Bandaríkjunum um 37% af heildarbarneignum.
Þjóðfélagsfræðingar telja að niðursveifla í efnahagslífinu kunni að hafa valdið því að barneignum meðal hvítra hafi fækkað.