Lækka launin um 30%

Ný ríkisstjórn Frakklands.
Ný ríkisstjórn Frakklands. AFP

Ný ríkisstjórn Frakklands hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund í dag. Þar samþykkti stjórnin að lækka laun forsetans og allra ráðherra um 30%. Þetta er eitt af kosningaloforðum Francois Hollande Frakklandsforseta.

Þetta þýðir að hann mun fá 14.910 evrur (um 2,5 milljónir kr.) í mánaðarlaun í stað 21.300 evra.

Þetta er þvert á ákvörðun forvera Hollande í embætti, Nicolas Sarkozy, sem hækkaði launin þegar hann tók við forsetaembættinu.

Stjórnarandstöðuflokkurinn UMP bendir hins vegar á að 14 fleiri stöður séu í nýju ríkisstjórninni heldur en í fyrstu ríkisstjórn Sarkozys.

Formaður flokksins, Jean-Francois Cope, segir að ríkisstjórn Hollande muni kosta almenna skattgreiðendur mun meira heldur en forsetinn haldi fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert