Evrusvæðið var „mjög nálægt hruni“

Reuters

Fulltrúi í bankaráði Evrópska seðlabankans segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að bankakerfi evrusvæðisins hafi verið við það að hrynja haustið 2011 en að bankinn hafi bjargað svæðinu frá því með því að veita hundruðum evrópskra banka samtals um eitt þúsund milljarða neyðarlán með einungis 1% vöxtum.

„Við vorum mjög nálægt hruni í bankakerfi evrusvæðisins sem hefði leitt til hruns í efnahagslífinu og verðhjöðnunar. Og það er eitthvað sem Evrópski seðlabankinn gat ekki sætt sig við,“ segir Benoit Coeure í samtali við Robert Peston.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka