Grikkir munu ekki einungis kjósa sér nýtt þing hinn 17. júní heldur munu þeir einnig kjósa um hvort þeir vilji vera áfram innan evrusvæðisins, segir fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble í viðtali við gríska blaðið Kathimerini í dag.
Hann segir Evrópu reiðubúna til að aðstoða Grikki en þeir verði einnig að leggja sitt af mörkum. Grískir kjósendur eru því ekki aðeins að kjósa flokk í næsta mánuði heldur einnig hvort þeir vilja yfirgefa evru-svæðið og það sé mikilvægt að þeir velti upp öllum þeim möguleikum sem eru í stöðunni.