Væri upphafið að endalokum evrunnar

Írski þingmaðurinn Richard Boyd Barrett.
Írski þingmaðurinn Richard Boyd Barrett. Ljósmynd/Richard Boyd Barrett

Evr­ópu­sam­bandið mun halda áfram að styðja Írland og veita því neyðaraðstoð ef á þarf að halda jafn­vel þó írsk­ir kjós­end­ur hafna fjár­mála­stöðug­leika­sátt­mála sam­bands­ins. Þetta er haft eft­ir írska þing­mann­in­um Rich­ard Boyd Bar­rett á frétta­vef dag­blaðsins Belfast Tel­egraph en hann hef­ur bar­ist gegn samþykkt sátt­mál­ans.

Bar­rett vís­ar í því sam­bandi til um­mæla for­ystu­manna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins að und­an­förnu um að allt verði gert til þess að tryggja að Grikk­land verði áfram á evru­svæðinu. Ástæða þeirra sé sú að ótt­ast sé um af­drif svæðis­ins ef Grikk­ir yf­ir­gefa það. Fyr­ir vikið sé ljóst að Írum verði ekki gert að segja skilið við það.

Írsk­ir kjós­end­ur kjósa um sátt­mál­ann 31. maí næst­kom­andi eða eft­ir rúma viku en rík­is­stjórn Írlands og aðrir stuðnings­menn hans hafa sagt að samþykkt hans sé for­senda þess að Evr­ópu­sam­bandið veiti land­inu áfram stuðning og nýj­an efna­hags­leg­an björg­un­ar­pakka ef þess ger­ir þörf.

Bar­rett seg­ir ljóst að ef Grikk­land yf­ir­gefi evru­svæðið muni það hafa í för með sér mikið áfall fyr­ir allt fjár­mála­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins og svo kunni að fara að það jafni sig aldrei af því. Næst gæti röðin komið að Spáni og þeir sem myndu tapa mest á þessu væru bank­arn­ir. Allt þetta sýndi að Írum væri óhætt að hafna sátt­mál­an­um. Hót­an­ir um annað væru inn­an­tóm­ar.

„Það er ein­fald­lega úti­lokað að Evr­ópu­sam­bandið hætti að veita Írlandi fjár­hags­stuðning þó að niðurstaðan verði nei vegna þess að það veit að slíkt myndi verða upp­hafi að enda­lok­um evr­unn­ar,“ sagði Bar­rett.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert