Eitrað fyrir skólastúlkum í Afganistan

Talíbanar eru mótfallnir menntun kvenna.
Talíbanar eru mótfallnir menntun kvenna. BAY ISMOYO

Yfir 120 stúlkur og þrír kennarar voru lögð inn á spítala í Afganistan eftir að eitruðum úða var sprautað inn í Bibi Hajera stúlknaskólann í borginni Talokhan.

Hægt var að útskrifa meirihluta stúlknanna fljótlega en 40 þeirra þurfa að dvelja lengur á spítalanum. Þær þjást af svima, uppköstum, höfuðverkjum og hafa jafnvel misst meðvitund.

Blóðsýni hafa verið send til Kabúl í því skyni að komast að því um hvaða eitur var að ræða. Stúlkurnar eru á aldrinum 15-18 ára og er engin þeirra í lífshættu en hinsvegar eru þær í losti.

Talíbanar hafa oftar en ekki borið ábyrgð á atvikum sem þessu en þeir eru mótfallnir því að kvenfólk mennti sig. Í síðasta mánuði veiktust yfir 170 konur og stúlkur eftir að hafa drukkið mengað vatn úr brunni á skólalóð. Talið er víst að talíbanar hafi staðið fyrir því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka