Ástralinn Gina Rinehart er ríkasta kona heims samkvæmt því sem fram kemur í ástralska viðskiptatímaritinu BRW. Eru auðæfi Rineharts, sem er 58 ára, metin á 29 milljarða Ástralíudali, eða sem samvarar 3.600 milljarða kr.
Á einu ári jukust auðæfi hennar um 20 milljarða Ástralíudala.
Tímaritið segir mögulegt að Rinehart verði fyrsta manneskjan í heiminum sem mun eiga yfir 100 milljarða Bandaríkjadali, en það jafngildir um 13.000 milljörðum króna.
Hún tók við stjórn námufyrirtækisins Lang Hancock árið 1992 og síðan hefur hún hagnast mikið á ári hverju. Hagnaðurinn nemur um 52 milljónum Ástralíudala á dag, sem þýðir 600 ástralskir dalir (um 75.000 kr.) á hverri einustu sekúndu.