Búsáhaldabylting í Quebec

AFP

Þúsund­ir mót­mæl­enda voru mætt­ir á göt­ur úti í borg­inni Montreal  í Qu­e­bec í Kan­ada í gær­kvöldi með potta og pönn­ur og létu það ekki stöðva sig að lög­regl­an hef­ur hand­tekið um eitt þúsund mót­mæl­end­ur í vik­unni.

Í gær buðu stjórn­völd í Qu­e­bec ríki full­trú­um náms­manna á sinn fund en náms­menn hafa frá því um miðjan fe­brú­ar mót­mælt fyr­ir­huguðum hækk­un­um á skóla­gjöld­um við há­skóla í Qu­e­bec. Til stend­ur að hækka skóla­gjöld­in um 82% vegna bágr­ar stöðu rík­is­ins. 

Í síðustu viku samþykkti stjórn rík­is­ins lög sem kveða á um að mót­mæl­end­ur verði að láta lög­reglu vita með fyr­ir­vara að til standi að mót­mæla á al­manna­færi.

Meðal þeirra sem tóku þátt í mót­mæl­un­um í gær­kvöldi er Katie Nel­son, 19 ára, sem ferðaðist þvert yfir landið til þess að styðja við bakið á mót­mæl­end­um í Montreal. Seg­ir hún í sam­tali við AFP frétta­stof­una að hún ótt­ist ekki hand­töku né að þurfa að greiða að minnsta kosti 600 Kan­ada­dali í sekt verði hún hand­tek­in. 

„Að vera sektuð fyr­ir mót­mæla og taka þátt í kröfu­göngu er heimsku­legt. Ég er ekki hrædd við að vera hand­tek­in fyr­ir að berj­ast fyr­ir lýðræðið,“ seg­ir Nel­son og seg­ist telja að nýju lög­in gangi gegn stjórn­ar­skrá lands­ins. 

Mót­mælt  var í fleiri borg­um og bæj­um í Qu­e­bec en viðræður milli náms­manna og yf­ir­valda hefjast vænt­an­lega í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert